Lagði upp sig­ur­markið – Myndband

Arna Eiríksdóttir lagði upp sigurmark Vålerenga í Meistaradeildinni.
Ljósmynd/Vålerenga

Vålerenga vann mikilvægan 1:0-útisigur á Roma í kvöld í þriðju umferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fór fram í Róm þar sem norska liðið spilaði sterkan varnarleik og nýtti sitt besta tækifæri í fyrri hálfleik.

Arna Eiríksdóttir var í byrjunarliði Vålerenga og átti þátt í sigurmarkinu sem kom á 40. mínútu. Hún átti sendingu fram völlinn sem Stine Brekken tók við og skoraði með föstu skoti utan teigs. Arna lék allan leikinn og var traust í vörninni.

Vålerenga hefur nú þrjú stig eftir þrjár umferðir og situr í 11. sæti af 18 liðum í keppninni. Sædís Rún Heiðarsdóttir var í leikmannahópnum hjá Vålerenga en fékk ekki tækifæri til að spila.

Fyrri frétt

Markið hjá Kristali – Myndband

Næsta frétt

María valin ný­liði ársins hjá Linköping