Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kristófer Ingi samdi við lið í Frakklandi

Kristófer Ingi er búinn að semja við franska B-deildarliðið Grenoble Foot.

Kristófer Ingi.

Kristófer Ingi Kristinsson, sóknarmaðurinn ungi og efnilegi, er búinn að semja við franska B-deildarliðið Grenoble Foot 38. Hann kemur til félagsins frá Willem II í Hollandi.

Kristófer Ingi, sem er 20 ára, lék ell­efu leiki fyrir Willem II í efstu deild Hol­lands á leiktíðinni og skoraði eitt mark í þeim leikjum. Kristófer lék með yngri flokk­um Stjörn­unn­ar áður en hann gekk í raðir Willem II sumarið 2016.

Samningur Kristófers Inga við Willem II átti að renna út í næstu viku en Íslendingavaktin greindi frá því í byrjun apríl að hann hafi hafnað samningstilboði frá félaginu og endað í varaliðinu. Samningstilboðið sem hann fékk í vor átti að hafa verið í litlu samræmi við sambærilega leikmenn hjá félaginu.

Nýja félag Kristófers Inga, Grenoble Foot, endaði leiktíðina í 9. sæti frönsku B-deildarinnar á tímabilinu. Liðið leikur í borginni Grenoble, sem er í Suðaustur-Frakklandi, við rætur Alpafjalla.

Kristófer á að baki samtals 32 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir