Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kristófer Ingi lék seinni hálfleikinn í sigri Willem II

Kristófer Ingi lék seinni hálfleikinn í 3-2 sigri Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Kristófer Ingi Kristinsson og samherjar hans í Willem II höfðu betur gegn Fortuna Sittard, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 19 ára Kristófer Ingi byrjaði á varamannabekknum í leiknum en kom inn á sem varamaður í leikhléi og spilaði allan seinni hálfleikinn.

Eftir hálftíma leik komst Fortuna yfir en Willem II jafnaði metin í lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu sem efnilegi framherjinn Alexander Isak tók . Þremur mínútur fyrir jöfnunarmarkið var leikmaður Fortua rekinn af velli með rautt spjald.

Fortuna náði aftur forystunni á 53. mínútu en Willem II átti heldur betur eftir að svara fyrir sig.

Alexander Isak gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum með stuttu millibili, á 58. mínútu og aftur á 61. mínútu. Þrenna úr vítum hjá Alexander Isak í dag.

Willem II er í áttunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig þegar sjö umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun