Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kristó­fer Ingi í viðræðum við Es­bjerg

Kristó­fer Ingi er í samningaviðræðum við danska félagið Es­bjerg.

Mynd/bd.nl

Kristó­fer Ingi Krist­ins­son, sem leikur fyrir Willem II í Hollandi, er nú í viðræðum við danska félagið Es­bjerg um að ganga til liðs við fé­lagið en það eru hollenskir fjöl­miðlar sem greina frá þessu.

Íslendingavaktin greindi frá því í byrjun síðasta mánaðar að Kristófer Ingi hafi hafnað nýjum samningi frá Willem II. Sá samningur átti að hafa verið í litlu samræmi við sambærilega leikmenn hjá félaginu.

Kristófer var ásamt öðrum leikmönnum félagsins í viðræðum við Willem II og síðasti dagurinn í marsmánuði markaði síðustu for­vöð til að koma með lokasvar er varðar endurnýjun. Kristófer sendi ekki frá sér lokasvar og félagið mat það svo að hann hefði ekki áhuga á að endurnýja samning sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að Kristófer myndi leika með varaliði Willem II.

„Ég hef verið í viðræðum við Es­bjerg en hef ekki enn skrifað und­ir samn­ing,“ seg­ir Kristó­fer Ingi í sam­tali við Bra­b­ants Dag­blad í Hollandi.

Kristófer, sem er aðeins 20 ára, lék 11 leiki og skorað eitt mark fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann gekk til félagsins frá Stjörnunni árið 2016.

Kristófer á að baki yfir 30 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir