Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Krasnodar sigraði Tambov í rússnesku úrvalsdeildinni

Ótrúleg markasúpa í Svíþjóð

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar heimsóttu FC Tambov í rússnesku úrvalsdeildinn í dag. Jón Guðni lék allann leikinn í vörninni.

Krasnodar sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós strax á 2. mínútu leiksins en það skoraði Wanderson. Daniil Utkin tvöfaldaði forystuna á 78. mínútu og þar við sat. Með þessum sigri er Krasnodar í 2. sæti deildarinnar.

Íslendingaliðin Rostov og CSKA Moskva eiga leik til góða um helgina og geta bæði komist uppfyrir Krasnodar.

Syrianska, lið Nóa Snæhólm Ólafssonar, og Norrby mættust í ótrúlegum markaleik í næstefstu deild í Svíþjóð en leikar enduðu 4-4. Nói sat allan tímann á varamannabekk Syrianska.

 

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun