Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Krasnodar og CSKA töpuðu stig­um á heimavelli

Íslendingaliðin í rússnesku úrvalsdeildinni misstigu sig.

Íslendingaliðin Krasnodar og CSKA Moskva töpuðu bæði stigum í toppbaráttunni í rússnesku úrvalsdeildinni.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir Krasnodar sem náði aðeins markalausu jafntefli gegn Tambov á heimavelli.

Krasnodar tapaði þar með dýr­mæt­um stig­um og er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, jafnmörg og Lokomotiv Moskva í öðru sæti og átta stigum á eftir toppliði Zenit frá Sankti Pétursborg.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA Moskvu sem laut í lægra haldi fyrir Arsenal Tula, 1-0, á heimavelli sínum. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á varamannabekknum hjá CSKA Moskvu en spilaði síðustu tíu mínúturnar eða svo.

CSKA Moskva var sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins en liðinu tókst hins vegar ekki að skora og Arsenal Tula nýtti sér mistök liðsins og komst yfir á 52. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn.

CSKA Moskva er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig að loknum 18 umferðum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun