Fylgstu með okkur:

Fréttir

Krasnodar hyggst selja Jón Guðna

Jón Guðni gæti verið á förum frá rússneska liðinu Krasnodar.

ÍV/Getty

Landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson gæti verið á förum frá rússneska liðinu Krasnodar þegar opnað verður fyr­ir fé­laga­skipt­in um ára­mót.

Jón Guðni virðist ekki inni í framtíðar­plön­um Krasnodar og er talið nokkuð líklegt að hann verði sett­ur á sölu­lista í byrjun næsta árs, ef marka má frétt frá Championat, sem er einn stærsti íþróttamiðilinn í Rússlandi.

Krasnodar er sagt ætl­a að setja fjóra leik­menn liðsins á sölu­list­ann og Jón Guðni er einn þeirra, ásamt leikmönnunum Younes Namli, Kaio Pantaleão, Cristian Ramírez.

Í fyrrasum­ar gekk Jón Guðni í raðir Krasnod­ar og hefur verið inn og út úr liðinu á þessari leiktíð, en hann hefur oftar þurft að sætta sig við að byrja á bekknum heldur en að vera í byrjunarliðinu síðan hann kom liðsins frá Norrköping í Svíþjóð.

Alls hefur Jón Guðni spilað 25 leiki í öllum keppnum fyrir Krasnodar og verið ónotaður varamaður í 41 skipti. Krasnodar er sem stendur í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir