Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn við það að ganga í raðir AIK

Sænska meistaraliðið AIK virðist vera að klófesta Kolbein Sigþórsson.

ÍV/Getty

Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun að öllum líkindum ganga frá félagaskiptum til sænska úrvalsdeildarfélagsins AIK á næstu dögum, samkvæmt sænska blaðinu Expressen.

Samningaviðræður Kolbeins við AIK eru sagðar vera á lokastigi en hann skoðaði í dag leikvang félagsins, Friends Arena. Hann verður þá kynntur sem leikmaður félagsins á næstu dögum.

Kolbeinn lék síðast með franska liðinu Nantes en fyrr í mánuðinum komst hann að samkomulagi við félagið um riftun á samningi. Þar með lauk þriggja og hálfs árs dvöl hans hjá félaginu.

Í gærkvöld bárust fregnir af því að Kolbeinn hafi fundað með sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgår­d­en um möguleg félagsskipti. Það var Fótbolti.net sem greindi fyrst frá því.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson, virtist ekki kannast við þær fregnir, því hann sagði við sænska blaðið Expressen að þetta væru nýjar upplýsingar fyrir sig. Morgunblaðið skrifaði um þetta í morgun.

„Þetta eru nýj­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir mig. Ég get ekki staðfest að ég hafi hitt hann,“ var haft eftir Bosse Andersson.

AIK er ríkjandi meistari í sænsku úrvalsdeildinni en um næstu helgi fer deildin aftur af stað. AIK á leik við Östersunds næsta sunnudag í fyrstu umferðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir