Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn verður í leikmannahópi AIK á morgun

Kolbeinn Sigþórsson verður á morgun í fyrsta sinn í leik­manna­hópi AIK í sænsku úrvalsdeildinni.

Mynd/AIK

Kolbeinn Sigþórsson verður í leik­manna­hópi AIK í fyrsta sinn á morg­un þegar liðið tek­ur á móti Eskilstuna í sænsku úr­vals­deild­inni. Þetta kemur fram á miðlinum Fotbollskanalen í dag.

„Ég vil nota tækifærið að tilkynna það Kolbeinn verður á morgun í leikmannahóp liðsins sem gerir allt betra í kringum liðið að vita það að hann sé orðinn leikfær. Hann hefur gert góða hluti upp á síðkastið til að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Rikard Norling, þjálfari AIK, í dag.

Kolbeinn er að koma aftur til baka eftir þrálát meiðsli. Hann rifti samningi sínum við franska liðið Nantes í marsmánuði og samdi stuttu síðar við AIK út árið 2021.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að byggja mig upp og vera á þeim stað sem ég vil vera á. Félagið sýndi mér mikinn áhuga og vildi hjálpa mér að taka næsta skref á ferlinum,” sagði Kolbeinn þegar hann skrifaði undir hjá AIK í lok mars.

Í vikunni birtist myndband af Kolbeini koma sér aftur á ferðina á æfingu með AIK. „Mér líður mjög vel. Mér finnst ég vera að komast á þann stað sem ég vil vera á,“ sagði Kolbeinn í vikunni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir