Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn val­inn í lið um­ferðar­inn­ar

Kolbeinn er verðlaunaður fyrir frammistöðu sína með AIK um síðustu helgi með því að vera valinn í lið um­ferðar­inn­ar.

ÍV/Getty

Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AIK, var valinn í lið umferðarinnar í sænsku úrvalsdeildinni hjá Expressen og Fotbollskanalen í Svíþjóð.

AIK bar sigurorð af Elfsborg með þremur mörkum gegn engu í sænsku úrvalsdeildinni síðasta laugardag. Kolbeinn fór þar á kostum en hann skoraði tvö mörk fyr­ir AIK í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk hans fyrir liðið.

Kolbeinn gekk til liðs við AIK fyrr árinu eftir að hafa verið á mála hjá Nantes í Frakklandi. Hann hefur á leiktíðinni spilað 5 leiki fyrir AIK.

AIK er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig og er fjórum stigum á eftir toppliði Malmö að loknum 16 umferðum.

AIK tryggði sér í gær farseðilinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 4-3 sigur á Ararat-Armeníu. AIK mun í næstu umferð mæta Maribor frá Slóveníu.

Mörkin tvö hjá Kolbeini um síðustu helgi má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir