Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Færri mörk á úti­velli felldu AIK

Kolbeins og samherjar hans í AIK eru úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Mynd/FotbollDirekt

AIK frá Svíþjóð, lið Kolbeins Sigþórssonar, þurfti að sætta sig við gríðarlega svekkjandi tap gegn Maribor frá Slóveníu í 2. umferð for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í kvöld.

Kolbeinn og félagar í AIK léku seinni leik sinn við Maribor á heimavelli í kvöld og hrósuðu 3-2 sigri eftir framlengdan leik, en það dugði ekki til.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Maribor sem fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Kolbeinn byrjaði á varamannabekknum hjá AIK í kvöld en kom inn á sem varamaður eftir rúman hálftíma leik. Kolbeinn var nálægt því að skora í leiknum er hann átti skot í stöng.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-1 fyrir AIK og því þurfti að framlengja leikinn. Í fram­leng­ing­unni virtist Tarik Elyounoussi vera hetjan þegar hann skoraði fyrir AIK á 93. mínútu en Maribor skoraði á 117. mínútu og það mark skaut liðinu áfram í 3. umferð keppninnar.

Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi BATE Borisov sem tapaði fyrir Rosenborg, 2-0, á útivelli í seinni leik liðanna. BATE vann fyrri leikinn 2-1 en tapar samanlagt 3-2. Willum Þór ferðaðist ekki með liðinu vegna meiðsla.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun