Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Kolbeinn skoraði tvö og lagði eitt upp í sigri AIK – Sjáðu mörkin

Kolbeinn skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í sigri AIK í sænsku úrvalsdeildinni dag.

Kolbeinn fagnar marki í dag. Mynd/Aftonbladet

Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AIK í Svíþjóð, skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 3-0 sigri liðsins á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn skoraði tvö marka AIK með 15 mínútna millibili í fyrri hálfleik en fyrra mark hans kom á 24. mínútu og það seinna á 39. mínútu. Henok Goitom bætti þriðja markinu við fyrir AIK á 65. mínútu eftir undirbúning frá Kolbeini, sem var tekinn af velli tíu mínútum síðar.

Kolbeinn gekk til liðs við AIK fyrr árinu eftir að hafa verið á mála hjá Nantes í Frakklandi. Hann var að leika fjórða leik sinn á tímabilinu fyrir AIK í dag. Frábær leikur hjá Kolbeini sem var að skora sín fyrstu mörk fyrir félagið.

AIK situr nú í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða gegn Djurgården á morgun.

Samúel Kári Friðjónsson var þá í byrjunarliði Viking sem tapaði stórt fyrir Rosenborg, 5-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Samúel Kári lék allan leikinn á miðjunni og fékk að líta gult spjald á 75. mínútu leiksins. Viking hefur 19 stig úr 14 leikjum og situr í 8. sæti deildarinnar.

Í sænsku B-deildinni lék Óttar Magnús Karlsson fyrri hálfleikinn fyrir Mjällby sem vann 2-1 útisigur gegn IK Frej Taby. Mjällby er í 2. sæti með 28 stig eftir 15 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið