Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kolbeinn og fé­lag­ar komn­ir á topp­inn

Kolbeinn og samherjar hans í AIK eru komnir í efsta sætið í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn í baráttu um boltann í leiknum í dag. ÍV/Getty

Kolbeinn Sigþórsson og samherjar hans í AIK eru komnir í efsta sætið í sænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Sirius, í dag, 2-0.

Kolbeinn var í byrjunarliði AIK í leiknum og átti þátt í fyrra marki liðsins á 54. mínútu. Honum var skipt af velli aðeins þremur mínútum eftir markið, en þetta var fjórði deildarleikurinn í röð þar sem hann er í byrjunarliðinu hjá AIK.

Henok Goitom skoraði annað mark AIK-liðsins á 65. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Eftir 18 deildarleiki er AIK með 37 stig, einu stigi á undan Malmö, sem á þó leik til góða á morgun.

AIK spilar næsta miðvikudag seinni leik sinn í einvíginu gegn Maribor í 2. umferð for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. AIK liðið tapaði fyrri leiknum, 2-1, í Slóveníu í síðustu viku.

Í sænsku B-deildinni var Bjarni Mark Antonsson í byrjunarliði Brage sem beið lægri hlut fyrir Mjällby, 2-1, í dag. Bjarni lék fyrstu 65. mínúturnar í leiknum en Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Mjällby.

Brage hefur 30 stig í 3. sæti deildarinnar eftir 17 leiki og Mjällby er í 2. sætinu með 34 stig.

Nói Snæhólm Ólafsson var þá allan tímann á varamannabekk Syrianska sem sigraði GAIS, 1-0, í dag. Syrianska er í 13. sæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun