Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn missir af öðrum leiknum í röð

Kolbeinn Sigþórsson er ekki í leikmannahópi AIK sem mætir Helsingborg í kvöld.

Mynd/Aftonbladet

Kolbeinn Sigþórsson verður ekki í leikmannahópi AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn til Helsingborg. Kolbeinn glímir enn við meiðsli og er ekki leikfær, ef marka má frétt Fotbollskanalen í dag.

Kolbeinn gat ekki spilað gegn Djurgården síðasta sunnudag vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. Fram kemur að hann varð fyrir meiðslum á fæti, en að öðru leyti er lítið vitað um meiðslin hans.

Svekkjandi fréttir fyrir Kolbein sem spilaði fyrir tveimur vikum sinn fyrsta leik fyrir AIK. 

Hér að neðan er leikmannahópur AIK í kvöld. Kolbeinn er hvergi sjáanlegur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir