Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn: Mér líður mjög vel

Það styttist í endurkomu hjá Kolbeini Sigþórssyni.

Mynd/AIK

Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK birti myndband af Kolbeini Sigþórssyni á æfingu í dag.

Kolbeinn er að koma aftur til baka eftir þrálát hnémeiðsli. Hann rifti samningi sínum við franska liðið Nantes í marsmánuði og samdi stuttu síðar við AIK út árið 2021.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að byggja mig upp og vera á þeim stað sem ég vil vera á. Félagið sýndi mér mikinn áhuga og vildi hjálpa mér að taka næsta skref á ferlinum,” sagði Kolbeinn þegar hann skrifaði undir hjá AIK í lok mars.

Kolbeinn var ekki leikfær þegar hann samdi við AIK en nú fer að styttast í endurkomu hjá honum, ef marka má myndband af honum í dag. Þar má sjá hann koma sér aftur á ferðina.

„Mér líður mjög vel. Mér finnst ég vera að komast á þann stað sem ég vil vera á,“ segir Kolbeinn í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan:

Sjá einnig: AIK greiðir Kolbeini 700 þúsund fyrir hvert mark

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir