Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn líklega kynntur til leiks á morgun

Sænskir fjölmiðlar segja að Kolbeinn Sigþórsson verði að öllum líkindum tilkynntur sem leikmaður AIK á morgun.

ÍV/Getty

Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK tilkynnir væntanlega Kolbein Sigþórsson til leiks á morgun þegar liðið spilar sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni. Expressen greinir frá þessu í kvöld.

AIK, sem er ríkjandi meistari í sænsku úrvalsdeildinni, tekur á morgun á móti Östersund á heimavelli sínum, Friends Arena.

Í frétt Expressen segir að Kolbeinn verður kynntur sem leikmaður AIK áður en leikurinn hefst. Búast má einnig við því að hann verði kynntur til leiks eftir leikinn.

Síðasta fimmtudag voru samningaviðræður Kolbeins við AIK sagðar vera á lokastigi en hann skoðaði til að mynda leikvang félagsins.

Kolbeinn lék síðast með franska liðinu Nantes en fyrr í mánuðinum komst hann að samkomulagi við félagið um riftun á samningi. Hann hafði verið á mála hjá félaginu í þrjú og hálft ár.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir