Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kolbeinn lék all­an leik­inn í jafn­tefli

Kolbeinn spilaði í dag allan leikinn í fremstu víglínu þegar AIK og Elfsborg skildu jöfn.

ÍV/Getty

AIK gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliðinu hjá AIK.

Kolbeinn lék allan leikinn í fremstu víglínu fyrir AIK en liðið komst yfir með marki frá Henok Goitom á 76. mínútu. Jonathan Levi tókst að jafna metin fyrir Elfsborg á 83. mínútu og lokatölur urðu 1-1.

Svekkjandi jafntefli hjá AIK sem er í harðri bar­átt­u um meistaratitilinn. AIK hefði með sigri farið upp í annað sæti deildarinnar, en þess í stað er liðið í 3. sæti með 53 stig. Djurgården er í toppsætinu með 56 stig og Malmö er í öðru sæti með 53 stig en bæði lið eiga leik til góða á AIK.

Sandefjord í öðru sætinu

Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson léku báðir með Sandefjord sem vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Hamarkameratene í norsku 1. deildinni.

Viðar Ari lék allan leikinn á meðan Emil kom inn á sem varamaður á 71. mínútu leiksins.

Sandefjord er í baráttu um að komast upp um deild og úrslitin þýða að liðið er áfram í öðru sætinu með 53 stig eftir 25 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun