Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kolbeinn í sig­urliði Lommel

Kolbeinn Þórðarson var í sig­urliði Lommel í Belgíu í kvöld.

ÍV/Getty

Kolbeinn Þórðarson var í liði Lommel þegar liðið lagði Roeselare, 2-1, á heimavelli í belgísku B-deildinni í kvöld.

Lommel komst yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Roeselare og Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður Breiðabliks og FH, tvöfaldaði forystuna á 34. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Lommel leiddi 2-0 í hálfleik.

Roeselare minnkaði muninn niður í eitt mark um miðbik síðari hálfleiks og þar við sat í markaskorun.

Kolbeinn lék fyrstu 84 mínúturnar fyrir Lommel sem var í kvöld að vinna sinn fyrsta deildarleik á leiktíðinni. Með sigrinum færðist liðið upp í sjöunda sæti deildarinnar með 7 stig eftir níu umferðir.

Í B-deildinni í Hollandi kom Elías Már Ómarsson við sögu með Excelsior þegar liðið steinlá fyrir Cambuur, 4-0.

Elías hóf leikinn á varamannabekknum en lék síðasta korterið sem varamaður. Excelsior er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki.

Böðvar Böðvarsson var ónotaður varamaður hjá Jagiellonia Bialystok sem gerði 1-1 jafntefli við Slask Wroclaw í pólsku úrvalsdeildinnni. Jagiellonia er í 6. sæti með 17 stig úr 11 leikjum.

Þá sat Frederik Schram á varamannabekknum hjá Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Lyngby er í 8. sætinu með 16 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun