Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn Birgir genginn í raðir Dortmund

Kolbeinn mun leika með U23 liðinu í vetur

Mynd/Brentford

Kolbeinn Birgir Finnsson hefur skrifað undir samning við þýska stórveldið Dortmund en þetta staðfesti hans fyrrum félag Brentford á Twitter-síðu sinni í morgun. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Kolbeinn er uppalinn hjá Fylki en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá hollenska liðinu Groningen árið 2016 áður en hann gekk til liðs við Brentford árið 2018 en hann náði ekki að spila fyrir aðallið félagsins.

Kolbeinn hefur spilað fjöldan allan af landsleikjum með yngri landsliðum Íslands en hann hefur einnig komið við sögu í tveimur A-landsleikjum.

Kolbeinn var lánaður til uppeldisfélags síns Fylkis fyrr í sumar þar sem hann spilaði 13 leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði í þeim tvö mörk.

Kolbeinn mun leika með U23 ára liði Dortmund í vetur sem leikur í þýsku D-deildinni. Þremur umferðum er þegar lokið í D-deildinni þar sem Dortmund-liðið er með þrjú stig í 13. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir