Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kolbeinn á leið til Dortmund

Kolbeinn Birgir er á leið til þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Mynd/Brentford

Knatt­spyrnumaður­inn ungi og efnilegi, Kolbeinn Birgir Finnsson er á leið til þýska stórliðsins Borussia Dortmund, ef marka má frétt 433.is í dag en þar er sagt að Dortmund sé að kaupa Kolbein í sínar raðir frá enska liðinu Brentford og hann muni skrifa undir þriggja ára samning við þýska félagið.

Kol­beinn, sem er 19 ára, hefur verið á mála hjá Brentford á Englandi í rúmt eitt ár en hann lék 13 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar að láni frá Brentford og í þeim leikjum skoraði hann tvö mörk.

Kolbeinn er uppalinn hjá Fylki og fyrir þremur árum gekk hann í raðir hollenska liðsins Groningen og fór þaðan til Brentford þar sem hann lék fleiri en 40 æfingaleiki á síðustu leiktíð.

Kolbeinn á að baki tvo A-landsleiki ásamt því að leika fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir