Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Klárlega skref upp á við“

Guðmundur segir ákvörðunina að ganga til liðs við New York City FC vera skref fram á við á ferlinum. 

Mynd/Skjáskot af vef Vísis

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson gekk í síðustu viku í raðir bandaríska at­vinnu­mannaliðsins New York City FC. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, náði í dag tali af Guðmundi og spjallaði við hann um komandi leiktíð.

„Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur við Guðjón.

Guðmundur hef­ur á sínum atvinnumannaferli leikið í Noregi, með liðinum Sarpsborg og Rosenborg, og í Danmörku, með Nordsjælland, og nú síðast með Norrköping í Svíþjóð. Hann segir ákvörðunina að ganga til liðs við New York City FC vera skref fram á við á ferlinum.

„Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir