Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan skoraði sig­ur­mark Vejle

Kjartan Henry tryggði í dag Vejle góðan sigur þegar hann skoraði sigurmark liðsins.

Mynd/JydskeVestkysten

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark danska liðsins Vejle sem vann 1-0 sigur gegn Vendsyssel á heimavelli í dönsku 1. deildinni í dag.

Markið kom á 87. mínútu leiksins þegar Kjartan skoraði af stuttu færi úr teignum eftir sendingu frá vinstri. Kjartan var í byrjunarliði Vejle og lék allan leikinn.

Samtals hefur Kjartan skorað 15 mörk fyrir Vejle á þessu ári og honum vantar aðeins fjögur mörk til að bæta met félagsins yfir markfjölda á einu almanaksári. Metið er í eigu Pablo Piñones-Arce sem skoraði 18 mörk árið 2007.

Vejle er á toppi deildarinnar og hefur 24 stig eftir 12 leiki. Fredericia er í öðru sætinu með jafnmörg stig, en með lakari markatölu.

Ingvar Jónsson var á varamannabekk Viborg sem vann 2-0 útisigur gegn Roskilde. Viborg er í 3. sætinu með 21 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun