Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Kjartan skoraði gegn gömlu fé­lög­un­um

Kjartan Henry var á skotskónum með Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

ÍV/Getty

Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka Vejle í kvöld þegar liðið sigraði Horens, 3-0, í dönsku úrvalsdeildinni.

Kjartan var í byrjunarliði Vejle og lék allan leikinn.

Markalaust var í leikhléi en Vejle byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði á 52. mínútu. Tíu mínútum síðar kom annað mark hjá Vejle, en það var Allan Sousa, kantmaður Vejle, sem gerði bæði mörkin fyrir liðið.

Kjartan Henry fullkomnaði síðan sigurinn með þriðja marki liðsins á 74. mínútu. Þetta er annar leikurinn í röð sem hann skorar í deildinni. Hann skoraði um síðustu helgi í 4-1 sigri á SønderjyskE.

Í kvöld var Kjartan að spila gegn sínum gömlu félögum. Hann lék fyrir Horens frá 2014 og til ársins í fyrra og spilaði alls 129 leiki með liðinu í öllum keppnum. Í þeim leikjum skoraði hann 52 mörk.

Sigurinn í kvöld er mikilvægur fyrir Vejle sem er í riðli eitt í fall-umspili deildarinnar ásamt liðunum Aarhus, Horens og SønderjyskE. Vejle er í neðsta sæti í þeim riðli, með 27 stig.

Mark Kjartans í kvöld: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið