Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kjartan Henry verður áfram hjá Vejle

Kjartan Henry hefur framlengt samning sinn við Vejle til næstu tveggja ára.

Kjartan Henry Finnbogason hefur framlengt samning sinn við danska félagið Vejle til næstu tveggja ára. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Kjartan Henry, sem er 33 ára, kom til Vejle frá Ferencváros í janú­ar á þessu ári og skoraði fimm mörk í 13 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni fyrir nokkru síðan þar sem liðið tapaði 2-1 samanlagt í tveimur viðureignum gegn Hobro í fallumspili deildarinnar. Vejle leikur því í dönsku 1. deildinni á næstu leiktíð.

Kjartani stóð til boða að yfirgefa Vejle eftir að félagið féll niður um deild en hann ákvað frekar að framlengja saming sinn um tvö ár.

„Það var auðvelt að ákveða það að vera hjá Vejle næstu tvö tíma­bil­. Ég hef fengið góðar mót­tök­ur inn­an sem utan vall­ar sem hef­ur þýtt mikið fyr­ir mig. Það var erfitt að falla úr úr­vals­deild­inni eft­ir tvo hörku­leiki og ég vil hjálpa Vejle að kom­ast aft­ur þangað sem það á heima,“ sagði Kjart­an Henry í viðtali á heimasíðu Vejle.

Kjartan Henry á að baki 11 A-landsleiki fyrir Ísland.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir