Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan Henry tryggði Vejle sigur

Kjartan Henry skoraði sigurmark Vejle í æfingaleik í kvöld.

Mynd/Twitter

Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmark danska 1. deildarliðsins Vejle þegar það sigraði danska 2. deildarliðið Brabrand, 2-1, í æfingaleik í kvöld.

Kjartan Henry, sem lék allan leikinn, skoraði sigurmark Vejle í uppbótartíma seinni hálfleiks með skalla eftir hornspyrnu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktima. Lucas Jensen hafði komið Vejle í 1-0 á 70. mínútu en aðeins einni mínútu síðar jafnaði Brabrand metin.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og liðið leikur því í dönsku 1. deildinni á næstu leiktíð. Kjartani Henry stóð til boða að yfirgefa Vejle eftir að félagið féll niður um deild en hann ákvað frekar að framlengja saming sinn um tvö ár.

Keppni í dönsku 1. deildinni hefst á ný um þarnæstu helgi og þá mun Vejle fara í heimsókn til Fremad Amager í 1. umferð deildarinnar.

„Það var auðvelt að ákveða það að vera hjá Vejle næstu tvö tíma­bil­. Ég hef fengið góðar mót­tök­ur inn­an sem utan vall­ar sem hef­ur þýtt mikið fyr­ir mig. Það var erfitt að falla úr úr­vals­deild­inni eft­ir tvo hörku­leiki og ég vil hjálpa Vejle að kom­ast aft­ur þangað sem það á heima,“ sagði Kjart­an Henry fyrir tveimur mánuðum síðan í viðtali á heimasíðu Vejle eftir að hafa framlengt samning sinn.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun