Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan Henry skoraði þrennu

Kjartan Henry gerði sér lítið fyr­ir og skoraði þrennu í sigri Vejle í dag.

Mynd/JydskeVestkysten

Kjartan Henry Finnbogason hélt upp­tekn­um hætti í marka­skor­un fyrir Vejle þegar liðið vann 3-2 sigur á Næstved í dönsku 1. deildinni í dag.

Kjartan, sem lék allan leikinn fyrir Vejle, var ekki lengi að finna netmöskvana en hann skoraði fyrsta markið sitt strax á 4. mínútu leiksins. Rafaelson hjá Næstved jafnaði metin á 28. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Kjartan annað markið. Næstved tókst aftur að jafna metin á 36. mínútu og þar var Rafaelson aftur á ferðinni. Staðan var því 2-2 að lokn­um fyrri hálfleik

Fjörið var minna í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en átta mín­út­ur voru til leiks­loka sem Kjartan skoraði sigurmarkið fyrir Vejle. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Vejle.

Kjart­an hefur nú skorað níu mörk í deild­inni og er marka­hæst­i leikmaðurinn. Er þetta fyrsta þrenna hjá leikmanni Vejle síðan árið 2012 en þá skoraði Kaimar Saag þrjú mörk í sigri á Skive.

Vejle situr nú í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir 10 leiki en liðið hefur leikið einum leik minna en toppliðið Fredericia, sem er með 21 stig.

Jón Dagur Þorsteinsson sat fyrr í dag allan tímann á varamannabekk AGF frá Árósum sem vann 3-1 sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. AGF er í 3. sætinu með 20 stig eftir 11 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun