Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan Henry og félagar í Vejle fallnir

Kjartan Henry og félagar hans í danska liðinu Vejle féllu úr dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Kjartan Henry Finnbogason og liðsfélagar hans í danska liðinu Vejle féllu úr dönsku úrvalsdeildinni í dag eftir 0-2 tap gegn Hobro í seinni leik í fallumspili liðanna. Vejle vann fyrri leikinn 1-0 en Hobro vinnur einvígið samanlagt 2-1.

Kjartan Henry spilaði allan leikinn fyrir Vejle í dag. Vito Hammershoj-Mistrati kom Hobro yfir með frábæru skoti fyrir utan teig eftir rúmt korter. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Vejle vítaspyrnu og Kjartan Henry fór á punktinn en lét Jesper Rask í marki Hobro verja frá sér.

Ekki var skorað í síðari hálfleik og framlengja þurfti því leikinn. Fljótlega í framlengingunni, á 103. mínútu, skoraði Emmanuel Sabbi annað mark Hobro og það mark tryggði liðinu áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni að ári.

Kjartan Henry gekk í raðir Vejle í byrjun þessa árs og hefur gert fimm mörk í 14 leikjum með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun