Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Kjartan Henry með mark og stoðsendingu í sigri – Sjáðu markið

Kjartan Henry og Eggert Gunnþór mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Vejle Boldklub sigraði SønderjyskE, 4-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Kjartan Henry Finnbogason spilaði fyrstu 79. mínúturnar fyrir Vejle og Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu fyrir SønderjyskE.

Um var að ræða leik í fall-umspilinu í deildinni.

Vejle byrjaði leikinn frábærlega og skoraði strax á fjórðu mínútu leiksins. Efir rúmlega tuttugu mínútna leik skoraði Kjartan Henry flott mark fyrir utan teig. Tíu mínútum síðar var Vejle komið í 3-0 eftir aðeins hálftíma leik.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gerði Serhiy Hryn, leikmaður Vejle, endanlega út um leikinn með fjórða markinu, en Kjartan Henry sá um að leggja það upp.

Stuttu síðar kom Eggert Gunnþór inn á og hans menn náðu að klóra í bakkann undir lokin með marki á 85. mínútu.

4-1 mikilvægur sigur staðreynd hjá Vejle sem er í riðli eitt í fall-umspilinu ásamt liðunum Aarhus, Horens og SønderjyskE. Vejle er í neðsta sæti í þeim riðli, með 24 stig, og á hættu að falla niður um deild.

Mark Kjartans í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið