Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Kjartan Henry með jöfn­un­ar­mark í upp­bót­ar­tíma

Kjartan Henry tryggði Vejle stig í dag þegar hann jafnaði met­in í upp­bót­ar­tíma.

Kjartan Henry Finnbogason tryggði Vejle stig í 1. umferð dönsku 1. deildarinnar í dag þegar hann jafnaði metin í uppbótartíma gegn Fremad Amager.

Vejle náði forystunni í leiknum með glæsilegu marki úr aukaspyrnu rétt undir hálfleik. Fremad Amager jafnaði metin í 1-1 á 81. mínútu og liðið skoraði annað mark aðeins fjórum mínútum síðar.

Það leit út fyr­ir að Fremad Amager myndi vinna 2-1 en þegar rúmlega fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma seinni hálfleiks skoraði Kjartan Henry jöfnunarmark með skalla inn í teig Fremad Amager.

Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og liðið leikur nú í næst efstu deild Danmerkur, dönsku 1. deildinni. Kjartani Henry stóð til boða að yfirgefa Vejle eftir að félagið féll niður um deild en hann ákvað frekar að framlengja saming sinn um tvö ár.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið