Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan Henry lagði upp í fjórða sigr­in­um í röð

Kjartan Henry lagði upp mark fyrir Vejle þegar liðið hrósaði sigri í kvöld.

Mynd/JydskeVestkysten

Kjartan Henry Finnbogason lagði upp fyrra mark Vejle í 2-0 sigri liðsins á Roskilde í dönsku 1. deildinni í kvöld.

Kjartan Henry átti þá góða sendingu á samherja sinn Jacob Toppel Schoop í blálok fyrri hálfleiks. Báðir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa leikið með KR á Íslandi. Kjartan Henry er upp­al­inn hjá KR og lék rúmlega 150 leiki fyrir Vesturbæjarliðið á meðan Schoop lék með liðinu árið 2015.

Diego Montiel tvöfaldaði forystuna fyrir Vejle á 80. mínútu og þar við sat.

Vejle hefur þar með unnið fjóra deildarleiki í röð og er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 9 umferðir. Í þeim leikjum hefur Kjartan Henry skorað 6 mörk og lagt upp eitt.

Nú stendur yfir leikur Viborg og Vendsyssel í deildinni og þar er Viborg með 1-0 forystu. Ingvar Jónsson situr á varamannabekknum hjá Viborg, sem trónir á toppi deildarinnar eins og sakir standa.

Á Spáni í kvöld lék Diego Jóhannesson allan leikinn fyrir lið sitt Real Oviedo sem gerði 1-1 jafntefli við Extremadura í spænsku 1. deildinni. Oviedo er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 6 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun