Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan Henry á skotskónum í mikilvægum sigri

Kjartan Henry gerði eina mark Vejle sem vann mikilvægan sigur í dag.

ÍV/Getty

Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Vejle fór í heimsókn til Hobro í fyrri leik liðanna í einvígi um áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Bæði lið enduðu í neðstu sætunum í sitt hvorum fallriðlinum í deildinni.

Kjartan Henry skoraði skallamark á 22. mínútu leiksins og reyndist það eina markið í leiknum í dag.

Seinni leikurinn fer fram um næstu helgi og þá fer Hobro í heimsókn til Vejle.

Tap hjá Jóni Degi

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel sem tapaði fyrir Horens, 0-1, á heimavelli í fyrri leik liðanna í fallumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið enduðu í þriðja sæti í sitt hvorum fallriðlinum í deildinni.

Seinni leikurinn er um næstu helgi, á heimavelli Horens, og fari svo að Vendsyssel tapi einvíginu, þá mun skapast annar möguleiki fyrir liðið að halda sæti í deildinni með því að leika við liðið sem endar í þriðja efsta sæti í dönsku B-deildinni.

Frederik Schram lék í tapi

Frederik Schram varði mark Roskilde sem laut í lægra haldi fyrir Lyngby, 1-2, í dönsku 1. deildinni í dag.

Roskilde er ekki fínum málum þegar aðeins tveir leikir eru eftir í deildinni en liðið er aðeins með tveimur stigum meira en Helsingor, sem í fallsæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun