Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kjartan enn og aft­ur á skot­skón­um – Í sögubækurnar hjá Vejle

Kjartan Henry hef­ur held­ur bet­ur látið að sér kveða með Vejle á árinu.

Mynd/vafo.dk

Kjartan Henry Finnbogason skoraði þriðja mark Vejle í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Viborg, 4-3, í dönsku 1. deildinni.

Staðan var 2-2 að lokn­um fyrri hálfleik. Viborg komst í 3-2 eftir rúmlega klukkutíma leik en sú forysta varði ekki lengi, því
Kjartan Henry jafnaði metin á 65. mínútu leiksins, en í markinu hjá Viborg stóð landi hans, Ingvar Jónsson. Þeir léku báðir allan leikinn.

Eft­ir mark Kjartans reyndu bæði lið allt hvað þau gátu til að knýja fram sig­ur­mark og þegar um tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Diego Montiel fjórða markið fyrir Vejle sem uppskar 4-3 sigur.

Nú þegar vetrarfrí er skollið á í deildinni er Vejle á toppi deildarinnar með 38 stig, þrem­ur stig­um á undan Fredericia sem er í öðru sæti. Viborg er í þriðja sætinu með 33 stig. Kjart­an er marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar, með 13 mörk.

Markið sem Kjartan skoraði í kvöld kemur honum í sögubækurnar hjá Vejle en hann hefur jafnað met félagsins yfir markfjölda á einu almanaksári. Kjartan, sem kom til Vejle í ársbyrjun, hefur samtals skorað 18 mörk fyrir liðið. Pablo Piñones-Arce var með sama markafjölda fyrir liðið árið 2007.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun