Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kem­ur ekki til greina að selja Hólmar

Framkvæmdastjóri Levski Sofia seg­ir ekk­ert hæft í þeim sögu­sögn­um að ensk úrvalsdeildarlið hafi áhuga á Hólmari Erni.

Mynd/Kotasport.com

Pavel Kolev, framkvæmdastjóri búlgarska liðsins Levski Sofia, seg­ir að fréttir enskra fjöl­miðla um að ensk úrvalsdeildarlið, þar á meðal Bournemouth, hafi augastað á Hólmari Erni Eyjólfssyni séu al­gjör­lega úr lausu lofti gripn­ar.

Fréttavefurinn 90.min greindi frá því um síðustu helgi að enska úrvalsdeildarliðið Bournemouth væri að íhuga að gera Levski Sofia tilboð í Hólmar Örn áður en lokað verður fyr­ir fé­laga­skipti um mánaðamót­in. Þá var einnig sagt að önnur lið í deildinni væru með hann í sigtinu.

Kolev var í dag tekinn í útvarpsviðtal hjá Dsport í Búlgaríu og sagði að Levski Sofia hafi ekki borist nein kauptil­boð í Hólmar Örn og kvað þar með end­an­lega niður fréttir um að hann gæti verið á för­um frá liðinu, þar sem það hefur eng­an áhuga á að selja hann.

Hólmar Örn hefur verið lyk­il­leikmaður hjá Levski Sofia á leiktíðinni en liðið situr í öðru sæti í búlgörsku úrvalsdeildinni að loknum 20 umferðum. Hólmar hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið á leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir