Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kári og fé­lag­ar á topp­inn

Kári Árnason lék allan tímann fyrir Genclerbirligi sem skellti sér á topp­inn í tyrknesku B-deildinni í dag.

Mynd/Genclerbirligi

Kári Árnason og fé­lag­ar hans í Genclerbirligi skelltu sér á topp­inn í tyrknesku B-deildinni í dag með því að vinna 1-0 heima­sig­ur á Balikesispor.

Kári var í dag í byrjunarliði Genclerbirligi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Hann lék allan leikinn í dag og þetta var hans tólfti leikur með liðinu á leiktíðinni.

Kári gekk til liðs við Genclerbirligi í fyrrasumar og gerði eins árs samning við félagið.

Genclerbirligi er taplaust í síðustu sjö leikjum og allt stefnir í að liðið muni leika í tyrknesku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Fyrstu tvö sætin gefa sæti í efstu deild á meðan 3.-6. sæti fara í umspil. Genclerbirligi er með 61 stig og tveggja stiga forskot á Denizlispor sem er í 2. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun