Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kári hafði betur gegn Theodóri Elmari í Tyrklandi

Kári Árnason hafði betur í Íslendingaslag í Tyrklandi í dag.

Kári hafði betur í Íslendingaslag í Tyrklandi í dag.

Gazisehir Gaziantep og Genclerbirligi mættust í Íslendingaslag í tyrknesku 1. deildinni í dag.

Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Gazisehir Gaziantep og Kári Árnason byrjaði sömuleiðis fyrir Genclerbirligi þegar liðin mættust á heimavelli Gaziantep. Theodór Elmar lék fyrstu 77. mínúturnar á meðan Kári spilaði allan leikinn.

Yildrim Cetin skoraði fyrra mark Genclerbirligi rétt fyrir hálfleikinn og það var Alper Uludag sem skoraði seinna mark liðsins á 70. mínútu. Lokatölur 2-0 Genclerbirligi í vil.

Með sigrinum komust Kári og félagar á toppinn í tyrknesku 1. deildinni.

Lið Theodórs, Gazişehir Gaziantep, er hins vegar í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni að ári. Liðið er í 6. sæti með 56 stig þegar aðeins ein umferð er eftir. Efstu tvö liðin í deildinni fara beint upp í tyrknesku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3.-6. sæti fara í umspil.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun