Fylgstu með okkur:

Fréttir

Kannast ekki við nýjustu fregnir af Kolbeini

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården segist ekki kannast við þær fregnir að félagið sé í viðræðum við Kolbein.

ÍV/Getty

Í gærkvöld greindi vefsíðan Fótbolti.net frá því að íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson væri í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgår­d­en.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson, virðist ekki kannast við þær fregnir, því hann sagði við sænska blaðið Expressen að þetta væru nýjar upplýsingar fyrir sig. Morgunblaðið skrifaði um þetta í morgun.

„Þetta eru nýj­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir mig. Ég get ekki staðfest að ég hafi hitt hann,“ er haft eftir Bosse Andersson.

Djurgår­d­en hefur síðustu vikur verið í mikilli framherjaleit en Viðar Örn Kjartansson var til að mynda orðaður við félagið. Viðar hefur aftur móti gengið til liðs við Hammarby, sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni líkt og Djurgår­d­en.

Sænska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og Djurgården mun í fyrstu umferðinni mæta GIF Sundsvall.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir