Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Kær­kom­inn sig­ur hjá Ara Frey

Ari Freyr og samherjar í Oostende unnu kærkominn sigur í belgísku úrvalsdeildinni.

Mynd/Twitter

Ari Freyr Skúlason og liðsfélagar hans í belgíska liðinu Oostende unnu kærkominn sigur í belgísku úrvalsdeildinni þegar þeir höfðu betur gegn St. Truiden, 1-0, á heimavelli sínum í kvöld. Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.

Það var Fashion Sakala sem skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu leiksins og hann tryggði þar með Oostende sigurinn, en liðið hafði tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir leikinn.

Sig­ur­inn fær­ir Oostende upp um eitt sæti, um stund­ar­sak­ir að minnsta kosti, og situr liðið nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 24 leiki. Waasland-Beveren er einu sæti neðar með einu stigi minna og á leik til góða á morgun.

Í frönsku úrvalsdeildinni var Rúnar Alex Rúnarsson allan tímann á varamannabekknum hjá Dijon þegar liðið vann góðan 3-0 útisigur gegn Brest. Dijon er ekki lengur í fallsæti en liðið er í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leiki.

Aron lék síðasta hálftímann

Aron Bjarnason lék síðasta hálftímann eða svo með liði sínu Újpest sem tapaði 1-0 fyrir Fehervar í efstu deildinni í Ungverjalandi.

Gengi Újpest hefur verið misjafnt það sem af er leiktíð en 18 umferðir eru að baki í deildinni og þar er liðið í 7. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun