Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jón Guðni valinn í lið umferðarinnar í Rússlandi

Jón Guðni var valinn í úrvalslið 26. umferðar rússnesku úrvalsdeildarinnar.

ÍV/Getty

Íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson átti um helgina góðan leik fyrir Krasnodar þegar liðið fékk Arnór Sigurðsson og samherja hans í CSKA Moskvu í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni.

Jón Guðni hefur á leiktíðinni þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Krasnodar en hann var mættur í byrjunarlið liðsins um helgina og nýtti tækifærið vel.

Rússneska úrvalsdeildin valdi fyrr í dag lið 26. umferðar og Jón Guðni er þar í vörninni.

Fljótlega í leiknum gerði markvörður CSKA Moskvu sig sekan um klaufaleg mistök og upp úr því náði Kranodar að skora. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik tvöfaldaði Krasnodar forystuna í leiknum og þar var á ferðinni Dmitri Stotskiy sem skoraði af stuttu færi inn í teig CSKA Moskvu eftir frábæran undirbúning hjá kantmanninum Wanderson. 2-0 sigur hjá Krasnodar.

Með sigrinum fór Krasnodar upp fyrir CSKA Moskvu í deildinni. Krasnodar er í 3. sæti með 46 stig, tveimur stigum meira en CSKA Moskva, sem er í 4. sætinu. Fjórir leikir eru eftir í deildinni.

Úrvalslið 26. umferðar í rússnesku úrvalsdeildinni má sjá hér að neðan. Jón Guðni er í treyju númer þrjú. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir