Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jón Guðni stál­hepp­inn – Vafa­atriði í Grikklandi

Jón Guðni var stálheppinn í Rússlandi og upp kom vafa­atriði í Íslendingaslagnum í Grikklandi.

Mynd/rusfootball.info

Jón Guðni Fjóluson var stálheppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu í leik með Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í gær.

Krasnodar sótti Arsenal Tula heim og vann góðan 2-1 útisigur. Jón Guðni var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn.

Jón Guðni gerði sig sekan um mistök og missti boltann frá sér á klaufalegum stað sem varð til þess að sóknarmaður Arsenal Tula, Igor Gorbatenko, komst einn í gegn. Þegar Gorbatenko var kominn inn í vítateig braut Jón Guðni á honum en dómari leiksins dæmdi ekkert.

Áhang­end­ur Arsenal Tula voru langt frá því að vera sáttir við rússneska dómarann sem dæmdi leikinn en liðið birti í gær myndband af atvikinu á Twitter-síðu sinni:

Atvikið má sjá nánar hér að neðan.

Vafa­atriði í Grikklandi

Upp kom vafa­atriði í Íslendingaslagnum í grísku úrvalsdeildinni í gær þegar PAOK hafði betur gegn AE Larissa, 1-0. Sverrir Ingi Ingason spilaði í hjarta varnarinnar hjá PAOK og Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá AE Larissa.

Ögmundur og liðsfélagar hans í AE Larissa vildu fá vítaspyrnu dæmda þegar bolt­inn fór í hönd­ina á Sverri Inga á 5. mínútu leiksins. Sóknarmarður AE Larissa átti þá skot að marki og hefði knötturinn farið á markið, ef knötturinn hefði ekki breytt um stefnu, eins og sjá má hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið