Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Guðni og félagar fengu skell í Meistaradeildinni

Jón Guðni og félagar eiga erfitt verk fyrir höndum í næstu viku

ÍV/Getty

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Krasnodar sem heimsótti Olympiacos í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn endaði með öruggum 4-0 sigri Olympiakos og því mun Krasnodar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leik liðanna í Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku.

Áður en liðin mætast að nýju fær Krasnodar, Lokomotiv Moskvu í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Lokomotiv og Krasnodar eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Zenit frá Pétursborg.

Í ensku B-deildinni heimsóttu Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall, Fulham á Craven Cottage en Jón Daði sat allan tíman á varamannabekknum. Fulham fór með 4-0 sigur af hólmi. Þetta var fyrsta tap Millwall eftir fjórar umferðir á þessu tímabili en Jón Daði hefur einungis fengið tækifæri í einum leik. Þá kom hann inná sem varamaður er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion.

Millwall situr í 9. sæti deildarinnar með 7 stig. Næsti leikur Millwall er útileikur gegn Middlesbrough á laugardaginn kemur.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun