Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Guðni og félagar á leið í um­spilið í Meistaradeildinni

Jón Guðni og félagar í Krasnodar eru komnir áfram í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Jón Guðni Fjóluson og samherjar hans í rússneska liðinu Krasnodar eru komnir áfram í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Krasnodar sigraði portúgalska liðið Porto, 3-2, í Portúgal í kvöld í seinni leik liðanna í 3. um­ferð for­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Jón Guðni byrjaði á varamannabekknum hjá Kranodar en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu.

Krasnodar tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sínum fyrir viku síðan og því var ljóst að róðurinn gæti orðið þungur fyrir Jón Guðna og liðsfélaga hans. Þeir hófu leikinn í kvöld af miklum krafti og voru komnir með 3-0 forystu eftir rúmlega hálfltíma leik. Staðan í hálfleik því 3-0 og Krasnodar í þokkalegum málum.

Portúgalarnir voru betri í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk en það dugði ekki til, þar sem Krasnodar kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Glæsilegur sigur hjá Jóni Guðna og félögum í Krasnodar sem mæta Olympiacos frá Grikklandi í umspilinu.

Sverrir Ingi Ingason vermdi varamannabekkinn allan tímann hjá liði sínu PAOK þegar það tapaði 3-2 gegn Ajax í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og Ajax vinnur því einvígið 5-4 samanlagt.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun