Fylgstu með okkur:

Fréttir

Jón Dagur val­inn í lið vik­unn­ar

Jón Dagur er í liði vikunnar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína með AGF í gær.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF frá Árósum, er verðlaunaður fyr­ir frammistöðu í leik liðsins gegn Lyngby í gær með því að vera val­inn í lið vik­unn­ar í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur kom AGF á bragðið í leiknum á 9. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir AGF en Lyngby sneri leiknum sér í vil á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik og lokatölur leiksins urðu 2-1, Lyngby í vil. Jón Dagur lék á vinstri kantinum þar til honum var skipt af velli á 70. mínútu.

Þetta var annað mark Jóns Dags á sínu fyrsta tímabili með AGF en hann gerði þriggja ára samning við liðið í sumar. Hann lék á síðustu leiktíð sem lánsmaður hjá Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni frá Fulham.

AGF er eins og sak­ir standa aðeins með eitt stig að fjórum leikjum loknum í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir