Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur skoraði tvö mörk

Jón Dagur skoraði í tvígang fyrir varalið AGF í dag.

Mynd/AGF

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði tví­veg­is fyr­ir varalið AGF frá Árósum gegn varaliði Álaborgar í dag þegar liðin mættust í æfingaleik í Álaborg í Danmörku.

AGF vann leikinn 3-2 þar sem Jón Dagur skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Staðan í hálfleik var 1-1 og Jón Dagur kom AGF í 2-1 eftir hlé með skoti af löngu færi.

Þegar langt var liðið á seinni hálfleik tókst Álaborg að jafna metin í 2-2. Nokkrum mínútum síðar skoraði Jón Dagur sitt annað mark í leiknum og reyndist það sigurmarkið.

Jón Dagur, sem er 20 ára, gekk í raðir AGF í síðasta mánuði og gerði þriggja ára samning við liðið. Hann kom til félagsins frá enska liðinu Fulham.

Jón Dagur lék á síðustu leiktíð með danska félaginu Vendsyssel á lánssamningi frá Fulham og stóð sig með prýði, en hann skoraði 5 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 30 leikjum með liðinu.

Danska úrvalsdeildin hefst á ný næsta mánudag og AGF mun í 1. umferðinni fara í heimsókn til Hobro.

Jón Dagur á að baki 3 A-landsleiki fyrir Ísland og eitt mark sem kom gegn Svíum í vináttulandsleik í janúar.

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun