Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jón Dagur skoraði í tapi

Jón Dagur skoraði fyrir AGF í tapi liðsins í dag.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum fyrir lið sitt AGF frá Árósum í efstu deild í Danmerkur í dag þegar lið hans tapaði fyrir Lyngby, 2-1.

Jón Dagur kom AGF á bragðið á 9. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir AGF en Lyngby sneri leiknum sér í vil á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik og lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir Lyngby.

Jón Dagur lék fyrstu 70. mínúturnar á vinstri kantinum og var á meðal bestu leikmanna AGF í dag en hann fær sjö í einkunn hjá danska blaðinu B.T. fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Markið var annað mark Jóns Dags á sínu fyrsta tímabili með AGF en hann gerði þriggja ára samning við liðið í sumar. Á síðasta tímabili lék hann með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni að láni frá Fulham.

AGF er eftir leikinn í þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig að fjórum leikjum loknum.

í Noregi á sama tíma spilaði Oliver Sigurjónsson síðustu mínúturnar með liði sínu Bodø/Glimt sem vann góðan 3-1 útisigur á Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Bodø/Glimt er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn þegar deildin er hálfnuð, eftir 15 umferðir.

Þá var Adam Örn Arnarson ekki í leikmannahópi Gornik Zabrze sem tapaði 1-0 fyrir Wisla Krakow í pólsku úrvalsdeildinin í dag. Gornik Zabrze er með 4 stig að loknum þremur umferðum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið