Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur og Ingvar í tapliðum

Jón Dagur og Ingvar voru báðir í tapliðum í umspili um laus sæti í dönsku úrvalsdeildinni að ári.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson og Ingvar Jónsson voru báðir í tapliðum í umspili um laus sæti í dönsku úrvalsdeildinni að ári.

Jón Dagur og liðsfélagar hans í Vendsyssel léku í dag fyrri leikinn við Lyngby úr dönsku 1. deildinni um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Vendsyssel fór í dag í heimsókn til Lyngby og tapaði leiknum 2-1. Leikurinn var mjög fjörugur og á fyrsta hálftímanum voru öll mörk leiksins skoruð. Jón Dagur lék allan leikinn í dag og fékk að líta gult spjald rétt fyrir leikhléið.

Vendsyssel er að leika sitt annað fallumspil í röð eftir að hafa tapað samanlagt 2-1 fyrir Horens í tveimur leikjum.

Vendsyssel leikur seinni leikinn við Lyngby næsta sunnudag og þar þarf liðið að hafa betur til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Jón Dagur gæti þar spilað sinn síðasta leik fyrir Vendsyssel en hann er á lánssamningi frá enska félaginu Fulham sem endurnýjaði samning hans fyrir nokkrum vikum.

Þá stóð markmaðurinn Ingvar Jónsson á milli stanganna hjá Viborg sem beið lægri hlut fyrir Hobro, 1-0, í fyrri leik liðanna um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni að ári.

Viborg, lið Ingvars, lenti í 2. sæti í dönsku 1. deildinni og spilar tvo leiki við Hobro, sem er að leika sitt annað fallumspil í röð, líkt og Vendsyssel.

Viborg leikur seinni leik sinn við Hobro á heimavelli næsta sunnudag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun