Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur lék seinni hálfleikinn í jafntefli

Jón Dagur lék allan seinni hálfleikinn í 1-1 jafntefli Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson lék all­an seinni hálfleik­inn með Vendsyssel í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni.

Lucas Andersen kom Álaborg yfir strax á 9. mínútu en eftir hálftíma leik skoraði liðið sjálfsmark og það fór svo að lokum að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Jóni Degi var skipt inn á 46. mínútu og spilaði allan seinni hálfleikinn.

Jón Dagur spilaði ekki með Vendsyssel í síðasta leik en í þeim þarsíðasta átti hann stoðsendingu í jafntefli. 

Öll liðin í dönsku úrvalsdeildinni leika í umspili um þessar mundir og Vendsyssel er í riðli tvö í fall-umspilinu ásamt liðunum Álaborg, Randers og Hobro. Vendsyssel er í þriðja sæti í þeim riðli, með 28 stig. Neðstu tvö liðin í riðlinum þurfa eftir umspilið að leika um laust sæti í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun