Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur lék í jafntefli – Willum á bekknum

Jón Dagur lék í jafntefli í Danmörku og Willum Þór kom ekki við sögu í Hvíta-Rússlandi.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel sem gerði markalaust jafntefli við Randers í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Jón Dagur lék fyrstu 72. mínúturnar í leiknum áður en hann var tekinn af velli.

Vendsyssel var í dag að leika sinn síðasta leik í fallriðli tvö ásamt liðunum Randers, Álaborg BK og Hobro. Vendsyssel þurfti í dag á einu stigi að halda til að ná 3. sætinu í riðlinum, sem gefur betri möguleika á að halda sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Vendsyssel leikur í framhaldinu umspilsleiki gegn liðinu sem endar í 3. sæti í fallriðli eitt. Það er ljóst að það verður annað hvort Horens eða SønderjyskE sem mun mæta Vendsyssel á næstunni.

Fari svo að Vendsyssel tapi gegn 3. sætinu í riðli eitt þá mun skapast annar möguleiki á að halda sæti í deildinni með því að leika við liðið sem endar í þriðja efsta sæti í dönsku B-deildinni.

Willum sat á bekknum í Hvíta-Rússlandi

Willum Þór Willumsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar BATE Borisov vann 1-0 heimasigur á Minsk í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

BATE er á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fyrstu 5. umferðirnar og Willum Þór hefur hingað til spilað þrjá deildarleiki með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun