Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Jón Dagur lék fyrsta deild­ar­leik­inn fyr­ir AGF

Jón Dagur spilaði sinn fyrsta deild­ar­leik fyr­ir AGF frá Árósum sem gerði jafntefli í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 

Mynd/AGF

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði sinn fyrsta deild­ar­leik fyr­ir AGF frá Árósum sem gerði 1-1 jafntefli við Hobro í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jón Dagur byrjaði leikinn á varamannabekknum en hann fékk tækifærið í kvöld og spilaði síðustu fjórtán mínútur leiksins.

Bæði mörkin í leiknum komu í seinni hálfleik. Emmanuel Sabbi kom fyrst Hobro í forystu á 62. mínútu leiksins og aðeins níu mínútum síðar jafnaði Jesper Juelsgård metin í 1-1 fyrir AGF með marki sem kom up­p­úr horn­spyrnu. Lokatölur 1-1.

Jón Dagur, sem er 20 ára, gekk í raðir AGF í síðasta mánuði og gerði þriggja ára samning við liðið. Hann kom til félagsins frá enska liðinu Fulham.

Jón Dagur lék á síðustu leiktíð með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni að láni frá Fulham og stóð sig með prýði, en hann skoraði 5 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 30 leikjum með liðinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun