Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jón Dagur lagði upp í tapi

Jón Dagur lagði upp mark þegar Vendsyssel tapaði í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Dagur (fyrir miðju). ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp sitt fimmta mark á leiktíðinni er Vendsyssel tapaði 3-2 fyrir Hobro í fall-umspili dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Jón Dagur var í byrjunarliði Vendsyssel í leiknum og lék fyrstu 84. mínúturnar.

Vendsyssel byrjaði leikinn ekki vel og fékk tvö mörk á sig rétt fyrir leikhlé. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik skoraði Hobro þriðja markið en Vendsyssel náði að skora tvívegis og minnkaði muninn í eitt mark með stuttu millibili, á 69. mínútu og á 73. mínútu. Jón Dagur lagði upp seinna mark Vendsyssel í leiknum.

Vendsyssel spilar um þessar mundir ásamt liðunum Randers, Álaborg BK og Hobro í riðli tvö í fall-umspili deildarinnar. Ein umferð er eftir í riðlinum og neðstu tvö liðin þurfa í framhaldinu að spila leiki um að halda sæti sínu í deildinni. Vendsyssel er í 3. sæti riðilsins með 28 stig og á ekki möguleika á að enda í efstu tveimur sætunum.

Jón Dagur, sem er á láni hjá Vendsyssel frá Fulham, hefur leikið 25 leiki  á leiktíðinni og í þeim leikjum skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fimm.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið