Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Jón Dagur lagði upp í jafntefli

Jón Dagur lagði upp eina mark Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson lék í 74. mínútur fyrir Vendsyssel þegar liðið fór í heimsókn til Randers í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Vendsyssel komst yfir á 32. mínútu leiksins með marki frá Al-Hadji Kamara en Jón Dagur sá um að leggja það upp, sem má sjá neðst í fréttinni.

Rétt fyrir leikhlé jafnaði Kevin Conboy metin fyrir Randers. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur urðu því 1-1.

Leiktímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni lauk fyrir þremur vikum en öll liðin leika nú í umspili næstu vikurnar. Efstu sex liðin eru í umspili um meistaratitillinn á meðan neðstu átta leika í sitthvorum fall-umspilsriðlinum.

Vendsyssel er í riðli tvö í fall-umspilinu ásamt liðunum Aalborg, Randers og Hobro. Vendsyssel er í þriðja sæti í þeim riðli, með 24 stig, og á hættu að falla niður um deild.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið